Á dögunum kom út ný útgáfa Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, með grein síðuhöfundar um meðhöndlun skuldabréfa í ársreikningum lífeyrissjóða.
Samkvæmt reglum um ársreikninga lífeyrissjóða er meginregla að bókfæra skuldabréf með gagnvirðismati en heimilt að víkja frá því ef ásetningur er að halda skuldabréfunum til gjalddaga. Skuldabréf haldið til gjalddaga eru bókfærð með aðferð afskrifaðs kostnaðarverðs. Greinin fjallar um inntak matsaðferðanna og hvernig þeim er beitt. Hún lýsir mismun bókfærðs verðs skuldabréfa á afskrifuðu kostnaðarverði og áætlað gangverðs þeirra. Auk þess hvernig mat á eignum í tryggingafræðilegri athugun er fráburgðið matsafðerð í ársreikningi og þætti sem hafa áhrif á ávöxtun iðgjalds sjóðfélaga til lífeyrissjóðs.