Af eignum (og skuldum) lífeyrissjóða

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Þar er að finna grein síðuhöfundar um skuldbindingar lífeyrissjóða og forsendur mats á tryggingafræðilegri stöðu. Eignir lífeyrissjóða eru oftast í forgrunni en skuldbindingarnar rata sjaldnar í fréttir.

„Þótt nýjustu tölur Hagstofu Íslands geti gefið vísbendingar um að dánartíðni hafi lækkað hægar allra síðustu árin en áratugina þar á undan þá er ástæða til að hafa áhyggjur af að lengri lífaldur leiði til að skuldbindingar sjóðanna séu vanmetnar.

Auk forsendna um lífslíkur skipta vextir ekki síður máli við mat á skuldbindingum.“

Jólatölublað Fjármála 2019 má nálgast hér og frétt um útgáfuna hér.