Í nýrri útgáfu Fjármála, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er að finna grein síðuhöfundar um lífslíkur eftir þjóðfélagsstöðu. Þjóðfélagsstaða lýsir efnahagslegri eða félagslegri stöðu og endurspeglast t.d. í tekju-, menntunar og atvinnustöðu.
Niðurstöður byggðar á gögnum Hagstofu Íslands um dánartíðni eftir menntunarstöðu á Íslandi eru bornar saman við greiningu OECD á lífslíkum í 18 aðildarlöndum. Munur á lífslíkum einstaklinga með háskólapróf annars vegar og grunnskólapróf hins vegar er áþekkur því sem gerist í nágrannalöndum, s.s. í Noregi. Sjá nýjasta tölublað Fjármála hér.